KR-ingar voru rétt í þessu að leggja Keflavík að velli í þriðja sinn í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir 84-86 sigur í æsispennandi leik í TM-höllinni í kvöld. Magnað skot frá Jóni Arnóri Stefánssyni fór ofan í fyrir KR í loka sókn liðsins í leiknum en tilraunir Keflavíkur til að jafna metinn runnu út í sandinn. Frábær barátta hjá Keflvíkingum sem geta gengið stoltir frá borði eftir þessa viðureign.

 

Stigahæstur hjá KR voru Jón Arnór og Philip Alawoya með 18 stig hvor en hjá Keflavík var Amin Kahlil Stevens stigahæstur með tröllvaxna tvennu eða 39 stig og 19 fráköst. Magnaður leikmaður.

 

Keflavík-KR 84-86 (20-24, 19-18, 24-24, 21-20)
Keflavík: Amin Khalil Stevens 39/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 6, Elvar Snær Guðjónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Gunnar Einarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Ágúst Orrason 0, Magnús Már Traustason 0.
KR: Jón Arnór Stefánsson 16/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Philip Alawoya 14/7 fráköst/4 varin skot, Darri Hilmarsson 13/5 fráköst, Kristófer Acox 10/5 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 9/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson