Keflavík sigraði Snæfell í fjórða leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna, 70-50 og hampaði því Íslandsmeistaratitli í kjölfarið. Ótrúlegir yfirburðir Keflavíkurliðsins voru augljósir í fyrri hálfleik og svo aftur í fjórða leikhluta en þær héldu fyrri Íslandsmeisturunum í aðeins 3 stigum. 

Arianna Moorer leiddi Keflavíkurliðið með 29 stig og 19 fráköst en hjá Snæfelli var það Aaryn Ellenberg sem leiddi með 20 stig.