Oddaleikur KR og Grindavíkur fer fram í DHL-höllinni nú kl 19:15. Staðan í einvíginu er 2-2 fyrir leikinn og því mun sigurvegnari dagsins standa uppi sem Íslandsmeistari. Rúmum einum og hálfum tíma fyrir leik var húsið nánast fullt en verið er að fylla stæðin sem eru í kringum völlinn. 

 

Nú berast fregnir af því að það sé algjörlega uppselt í húsið. Um 2700 miðar hafi verið seldir og þeir sem komi án miða í Vesturbæinn núna um hálftíma fyrir leik sé vísað frá þar sem ekki sé pláss fyrir fleiri í húsinu. 

 

Stuðningsmenn beggja liða syngja mikið núna og stutt í leik. Von er á mögnuðum leik og er hægt að benda þeim sem ætluðu að leggja leið sína í DHL-höllina á að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.