Fjórði leikur úrslitaeinvígis Vals og Hamars um sæti í Dominos deildinni er í Hveragerði í kvöld. Hamar leiðir seríuna 2-1 og getur því tryggt sér sætið með sigri í kvöld. Úrslit sem myndu koma nokkuð á óvart ef tekið er tillit til stöðu liðanna í deildinni, en Hamar endaði í 5. sæti deildarkeppninnar þetta tímabilið.
Leikur dagsins
Úrslitaeinvígi 1. deildar karla:
Hamar Valur – kl. 19:30 í beinni útsendingu Hamar Tv
Hamar leiðir einvígið 2-1