KR tekur á móti Grindavík í fimmta og síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 forystu í einvíginu, náði Grindavík að vinna niður þann mun og jafna 2-2. Spurningin er hvort að Grindvíkingar ná að fullkomna þessa endurkomu og vinna titilinn, eð hvort KR ranki við sér og sigli þeim fjórða í röð í höfn í kvöld.

 

Leikstjórnandi KR, Pavel Ermolinski, virðist vera klár og virðist ekki ætla sér neitt annað en sigur í leik kvöldsins, ef eitthvað er að marka þessa stórskemmtilegu stöðuuppfærslu.