Los Angeles Clippers komust hjá því í nótt að vera sendir í sumarfrí með sigri á Jazz mönnum í Utah. Clippers sigruðu leikinn naumlega 93-98 og er það því oddaleikur sem að mun skera úr um hvort liðið fær það verkefni að leika næst við Golden State Warriors í undanúrslitum vesturstrandarinnar. Oddaleikurinn er á sunnudaginn kl. 19:30.

 

Leikurinn í nótt hefði ekki aðeins bundið enda á tímabil Clippers manna, heldur hefði þetta einnig verið síðasti leikur gömlu Boston Celtics kempunnar sem leikur fyrir liðið, Paul Pierce. Pierce gaf það út fyrir tímabilið að þetta yrði hans síðasta, en hann var lykilleikmaður í Celtics liðinu sem að vann titilinn árið 2008. Leikmaðurinn verið á nokkru flakki síðustu ár, frá Boston til Brooklyn, þaðan til Washington áður en hann endaði svo loks aftur hjá sínum gamla þjálfara Doc Rivers hjá Clippers. Þó er gert ráð fyrir að þó leikmaðurinn sé samningsbundinn Clippers, að Celtics geri við hann einhverskonar heiðurssamning fyrir næsta tímabil svo að hann geti lagt skóna á hilluna sem leikmaður þeirra.

 

Möguleikinn á að þetta hefði getað orðið seinasti leikur hins 39 ára gamla Pierce var mjög raunverulegur fyrir leik næturinnar. Clippers undir í seríunnu og á leiðinni á frekar sterkan útivöll án einnar skærustu stjörnu sinnar, Blake Griffin, en hann verður ekki meira með sökum meiðsla á stóru tá. Það var þá leikguðinn Chris Pul sem að lét til sín taka, skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Eftir leik mætti hann, eins og venja er, í viðtal. Þar sagðist hann hafa sagt við Pierce að hann væri ekki að fara að enda feril sinn í Utah. 

 

Chris Paul og DeAndre Jordan eftir leik:

 

 

 

Það helsta úr leiknum: