Þrír leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Atlanta sigruðu gestirnir frá Washington heimamenn í Hawks. John Wall gjörsamlega stórkostlegur fyrir Wizards á lokasprett leiksins, skoraði 19 af 42 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum. Wizards því komnir áfram í undanúrslit strandarinnar. Þar mæta þeir efsta liði austurstrandarinnar þetta tímabilið, Boston Celtics.

 

 

Í Chicago fullkomnuðu Boston Celtics niðurlægingu sína á heimamönnum í Bulls. Eftir að hafa verið 2-0 undir í einvíginu tókst Celtics að vinna 4 leiki í röð. Mæta því næst Washington Wizards í undanúrslitum strandarinnar. 

 

 

Stuðningsmenn Bulls allt annað en sáttir, kölluðu eftir að þjálfari liðsins Fred Hoiberg yrði rekinn í lok leiks:

 

Í Utah tókst gestunum í Los Angeles Clippers að knýja fram oddaleik. Einvígið jafnt 3-3, en oddaleikurinn mun fara fram í Los Angeles. Chris Paul besti maður vallarins í leik næturinnar, skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Washington Wizards 115 – 99 Atlanta Hawks

Wizards sigruðu einvígið 4-2

 

Boston Celtics 105 – 83 Chicago Bulls

Celtics sigruðu einvígið 4-2

 

Los Angeles Clippers 98 – 93 Utah Jazz

Einvígið er jafnt 3-3