Snapchatið okkar er í höndum stuðningsmannasveitarinnar Frú Dominos í dag. Sveitin fylgir liði Stjörnunnar sem mætir Snæfell í gríðarlega mikilvægum leik í Dominos deild kvenna í dag. 

 

Mun sveitin fylgja liðinu og styðja við sitt lið fyrir þennan leik sem hefst kl 16:30 og fer fram í Ásgarði. Staðan í einvígi liðanna er 1-0 fyrr Snæfell og þarf Stjarnan því á sigri að halda til að jafna leikinn. 

 

Endilega bætið við "Karfan.is" á snapchat og fylgist með garðbæingunum fara að kostum. Snapchat Karfan.is er ætlað að sýna stemmninguna í kringum leiki og undirbúning leikmanna. Ef einhverjir einstaklingar eða hópar hafa áhuga á að hafa snappið sendi endilega á Oli@karfan.is.