Snæfell sigraði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos deildar kvenna. Leikurinn var sá annar í einvígi félaganna, en Snæfell hafði sigrað fyrsta leikinn Í Stykkishólmi síðasta þriðjudag og er því komið með tvo sigra gegn engum Stjörnunnar. Snæfell getur því klárað seríuna á miðvikudaginn í Stykkishólmi og tryggt sér þar með sæti í úrslitunum.

 

Hérna er yfirlit yfir undanúrslit Dominos deildar kvenna

 

Úrslit dagsins:

Stjarnan 70 – 86 Snæfell