Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Dominos deildar kvenna með sigri á Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna. Snæfell vann því alla þrjá leikina og þarf nú að bíða eftir niðurstöðu einvígis Keflavíkur og Skallagríms til þess að vita hverjar þær muni etja kappi við um Íslandmeistaratitilinn.

 

Þetta er í fjórða árið í röð sem að Snæfell kemst í lokaúrslit, en síðustu 3 ár hefur liðið orðið Íslandsmeistari. Árið 2014 sigruðu þær Hauka 3-0, árið 2015 Keflavík 3-0 og svo í fyrra Hauka aftur 3-2. Árangur liðsins þessi þrjúr ár í úrslitunum hreint frábær, í heildina unnið 9 leiki, en aðeins tapað 2, eða um 78% vinningshlutfall.

 

Hérna er meira um undanúrslitin

 

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Undanúrslit Dominos deildar kvenna:

Snæfell 84 – 70 Stjarnan

Snæfell sigraði einvígið 3-0