Stjörnustríð Kass er síðasta minniboltamót keppnistímabilsins. Við bjóðum því ungum körfuknattleiks iðkendum til að enda tímabilið með okkur á skemmtilegu móti. Mótið er fyrir iðkendur fædda árið 2006 og yngri.
Leikið verður eftir minniboltareglum KKÍ:
– MB 6 & 7 ára: Þrír leikmenn inná í hvoru liði. Leiktími er 1×10 mínútur þar sem hvert lið spilar minnst 5 leiki.
– MB 8 ára og eldri: Fjórir leikmenn inná í hvoru liði. Leiktími er 2×10 mínútur þar sem hvert lið spilar minnst 3 leiki.
Stig eru ekki talin og verður því leikgleðin í fyrirrúmi. Allir þáttakendur fá svo glaðning í lok móts. Þáttökugjald er 2500 krónur á leikmann.
Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudagsins 13. apríl á karfa@stjarnan.is
Ath: TM mót Stjörnunnar í knattspyrnu er sömu helgi. Iðkendur sem æfa báðar greinar geta spilað á báðum mótum þar sem árgangar spila annan daginn í fótbolta og hinn daginn í körfubolta.
Kær kveðja,
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar