11 leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lebron James var með 34 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar þegar að meistarar Cleveland Cavaliers sigruðu skriðdrekaliðana Í Philadelphia 76ers nokkuð örugglega á heimavelli. Hitt topplið austurstrandarinnar, Boston Celtics, sigraði einnig sinn leik í nótt gegn Orlando Magic. Cleveland því enn hálfum sigri frá toppsæti strandarinnar.

 

 

Við topp vesturstrandarinnar sigraði Golden State Warriors lið Houston Rockets í annað skiptið á innan við viku. Golden State ennþá efsta lið strandarinnar og deildarinnar í heild. Nú þrem og hálfum sigurleik á undan San Antonio Spurs í öðru sætinu. Leiðinlegt atvik átti sér stað í leik næturinnar þegar að leikmaður Golden State Warriors, Draymond Green, lamdi í úlnlið leikmanns Houston Rockets, James Harden. Harden verið meiddur í þessum úlnlið á þessu tímabili og erfitt að ýminda sér að Green hafi hreinlega ekki vitað það, eða að þetta hafi verið óvart, eins og sést í myndandinu hér fyrir neðan.

 

 

Í eilítið léttari fréttum, sagði verðandi leikmaður Indiana Pacers, Lance Stephenson, komu sína aftur til liðsins vera eins og þegar að Michael Jordan kom aftur til Chicago Bulls. Lance skrifaði á dögunum undir þriggja ára 12 miljón dollara samning við félagið og mun hefja leik þar að nýju innan skamms, en eftir nokkur mögur ár, er hann nú aftur kominn á staðinn þar sem frægðarsól hans reis upphaflega.

 

 

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers 100 – 111 Toronto Raptors

Denver Nuggets 114 – 122 Charlotte Hornets

Philadelphia 76ers 105 – 122 Cleveland Cavaliers

Orlando Magic 116 – 117 Boston Celtics

Detroit Pistons 105 – 108 Milwaukee Bucks

Dallas Mavericks 90 – 99 Memphis Grizzlies

Sacramento Kings 89 – 117 New Orleans Pelicans

New York Knicks 98 – 94 Miami Heat

San Antonio Spurs 100 – 95 Oklahoma City Thunder

Washington Wizards 88 – 95 Utah Jazz

Houston Rockets 98 – 107 Golden State Warriors