Leiktíð New York Knicks lauk síðastliðinn miðvikudag, en einhvern veginn náði sá sirkus sem félagið er að halda áfram í gær þrátt fyrir að allir væru komnir í sumarfrí eftir að framkvæmdarstjóri félagsins, Phil Jackson, lét hafa eftir sér í lokaviðtali hvað honum finnst um stjörnuleikmann félagsins, Carmelo Anthony. Sagði Phil meðal annars að liðinu myndi vegna betur með Melo annarsstaðar og að mögulega ætti hann að vera að elta meistaratitil með öðru liði. Enn frekar sagðist hann hafa sagt við Melo að hann ætti ekki að vera sáttur við það að enda feril sinn á að ná ekki að vinna titil.

 

Svar Carmelo kom á Instagram og var einfalt. Mynd af Leonardo DiCaprio úr kvikmyndinni The Great Gatsby með textanum "Í alvöru" og hlátursköllum fyrir neðan:

 

 

REALLY _x1f602__x1f602_ #StayMe7o

A post shared by Carmelo Anthony (@carmeloanthony) on

 

Eitt helsta efni liðsins, Kristaps Porzingis, kvittaði fyrir þetta svar liðsfélaga síns:

 

En Kristaps sleppti sínu lokaviðtali vegna óánægju með þetta leikhús sem liðið er og gera því einhver í skóna að hann sé nú, þrátt fyrir að vera aðeins að klára sitt annað ár í deildinni, á útleið með félaga sínum Carmelo Anthony.

 

 

Þessar fréttir af Knicks eru þó ekki nýjar. Þar sem að allt síðasta tímabil hefur það verið í umræðunni að losa um Carmelo, sem þó er með neitunarvald í samningi sínum. Þar sem að hann ræður hvert hann fari, ákveði liðið að skipta á honum. Spennandi verður að sjá hvert, ef eitthvað, Carmelo fer í sumar, en þó leikmaðurinn sé vissulega fær til þess að hjálpa öðrum liðum, er óvíst hvort eitthvað lið vilji taka við stórum samning hans.

 

Gagnrýni fólks á Twitter varðandi þetta leikrit Knicks manna lét ekki á standa á sér: