Í desember síðasta árs greindum við frá því að feðgarnir Jón Ingiberg Jónsteinsson og Róbert Elí hefðu tekið sig til og sett saman þetta líka fína perlulistaverk af sjálfum Pétri Guðmundssyni.

Miðherjinn sjálfur hefur nú tekið sig til og skellt listaverkinu upp sem profile-mynd á Facebook. Feðgunum Jóni og Róberti vísast til ómældrar gleði.