Finnska körfuknattleikssambandið tilkynnti á Twitter í morgun að vonarstjarna liðsins Lauri Markkasen myndi leika með finnska landsliðinu á Eurobasket 2017. Finnland er einmitt með Íslandi í riðli á mótinu en riðillinn fer einmitt fram í Helsinki. 

 

Lauri er á leið í nýliðaval NBA deildarinnar í sumar og því var ekki ljóst hvort hann yrði með finnska liðinu. Hann leikur með Arizona háskólanum og þykir gríðarlegt efni. Hann var kallaður besti skotmaður sem er yfir sjö fet sem körfuboltinn hefur séð af SB nation. Hann er 2,13 cm á hæð og er fæddur árið 1997. Markkasen spilar í stöðu kraftframherja eða miðherja og er með yfir 50% skotýtingu í háskólaboltanum.  Hann er með 15,7 stig og 7,1 frákast að meðaltali á þessu tímabili fyrir Arizona. 

 

Þessar fregnir gera það að verkum að öll löndin sem eru með Íslandi í riðli í keppninni geta skipað leikmönnum úr NBA deildinni. Samkvæmt DraftExpress.com er Lauri Markkasen númer sjö í nýliðavalinu þessa stundina og á New York þann valrétt samkvæmt líkum dagsins í dag en það er að sjálfsögðu lottó sem ræður endanlegri röðun að lokum.