KR ferðast til Grindavíkur þar sem heimamenn taka á móti vesturbæingum í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR en Grindavík minnkaði muninn í síðasta leik liðanna í DHL-höllinni. 

 

KR getur því aftur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri og lyft bikarnum í Grindavík. Það gerðist síðast árið 2014 er KR varð meistari í Röstinni. Með sigri getur Grindavík aftur á móti knúið fram oddaleik liðanna sem fram færi í DHL-höllinni næstkomandi sunnudag. 

 

Alvogen býður uppá fríar rútuferðir fyrir stuðningsmenn KR en lagt er af stað kl 17:30 frá Frostaskjóli. Búist er við stútfullu húsi og þrusu stemmningu. 

 

Leikur dagsins:

 

Dominos deild karla.

 

Grindavík – KR kl 19:15 (Staðan í einvíginu 1-2) í beinni á Stöð 2 Sport.