KR og Keflavík mætast í kvöld í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðanna. Fyrir leikinn leiðir KR seríuna með tveimur sigrum gegn einum og freistar því þess að slá Keflavík út og halda til úrslita með sigri í kvöld. Vefsjónvarp KR tók saman nokkur skemmtileg brot frá sínum mönnum úr síðasta leik og hvetur alla stuðningsmenn sinna manna til þess að fjölmenna til Keflavíkur á leik kvöldsins.