Undanúrslitaeinvígi Grindavíkur og Stjörnunnar heldur áfram í kvöld er leikur tvö fer fram í Röstinni í Grindavík. Grindavík vann fyrsta leikinn í Garðabæ og leiðir því einvígið 1-0 og það nokkuð óvænt. Annar leikurinn fer fram í kvöld og með tapi er Stjarnan heldur betur komin upp við vegg. 

 

Staðan í undanúrslitaeinvígum Dominos deildar karla

 

Leikur dagsins: 

 

Dominos deild karla: 

Grindavík – Stjarnan kl 19:15 í beinni á Stöð 2 sport