Kristen McCarthy sem varð íslandsmeistari með Snæfell árið 2015 er stödd hér á landi til að fylgjast með sínu liði í Stykkishólmi í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. 

 

Kristen var frábær með Snæfell á sínum tíma og spilar í dag í þýsku úrvalsdeildinni við góðan orðstýr. Auk þess að spila körfubolta hér á landi tók hún algjöru ástfóstri við Íslandi og Stykkishólmi. Segja má að hún sé Hólmari í dag og styður sitt lið alla leið. 

 

Símon B. Hjaltalín fréttaritari Karfan.is í Stykkishólmi náði tali af McCarthy eftir leik Snæfells og Stjörnunnar þar sem Snæfell kláraði einvígið og tryggði sæti í úrslitaeinvíginu. Hún var ekki í nokkrum vafa um að Snæfell muni lyfta fjórða titlinum í röð þetta árið. 

 

Viðtal við Kristen eftir leik má finna hér að neðan: