Facebook síða ÍR tilkynnti í kvöld að Matthías Orri Sigurðarson hefði framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. 

 

Matthías átti frábært tímabil fyrir ÍR sem komst í átta liða úrslit Dominos deildar karla eftir nokkra ára fjarveru þaðan. Matthías endaði með 19,9 stig, 5,1 stoðsendingar og 5,4 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu. Það kom honum í úrvalslið seinni hluta Dominos deildarinnar og er nú ljóst að hann mun halda áfram þar sem frá var horfið með liðinu á næsta tímabili. 

 

 

Matthías talaði um framtíð ÍR og tímabilið eftir tap gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum: