Charleville Mézieres unnu nokkuð öruggan sigur á Evreux í frönsku B-deildinni í kvöld. Martin Hermannsson fór að vana fyrir sínum mönnum og var langstigahæstur á vellinum. Martin endaði með 30 stig, 4 stoðsendingar og 2 fráköst á 38 mínútum. Fyrir vikið var hann valinn maður leiksins. 

 

Charleville er enn í þriðja sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Martin er í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar með 17 stig að meðaltali í leik og í 6. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn deildarinnar. 

 

 

 

Mynd / Facebook síða Charleville – David Henrot