Lykilleikmaður 3. leiks úrslitaeinvígis Grindavíkur og KR var leikmaður Grindavíkur, Ólafur Ólafsson. Á tæpum 36 mínútum spiluðum í leiknum skoraði Ólafur 25 stig, tók 9 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði 1 skot. Fór fyrir sínum mönnum í leik sem að hefði getað orðið þeirra síðasti í vetur. Grindavík búnir að minnka muninn í einvíginu í 2-1, en fjórði leikur liðanna er komandi fimmtudag í Mustad Höllinni í Grindavík.