Lykilleikmaður annars leiks úrslita KR og Grindavíkur var leikmaður KR, Kristófer Acox. Á aðeins 19 mínútum spiluðum af bekk KR skilaði Kristófer 9 stigum, 13 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Gífurlega mikilvægur liðinu á lokasprett leiksins, setti hann sex af tólf síðustu stigum sinna manna, en KR liðið var aldrei betra heldur en þegar að hann var inni á vellinum, eða +21 stig.