Lykilleikmaður undanúrslitaeinvígis KR og Keflavíkur var leikmaður KR, Jón Arnór Stefánsson. Eftir að hafa skipt fyrstu tveimur leikjunum á milli sín sigraði KR síðustu tvo eftir ansi spennandi leiki. Í virkilega vel mönnuðu liði KR í þessu einvígi var það stjarna Jóns sem skein skærast og þá kannski aðallega vegna þeirra stiga sem að hann setti á töfluna undir lok þessara jöfnu leikja. Alveg hægt að telja þá alla til, Brynjar Þór Björnsson, Kristófer Acox, Sigurð Þorvaldsson, Pavel Ermolinski og PJ Alawoya, sem allir voru nauðsynlegir sínu liði í þessari seríu gegn sprækum Keflvíkingum. Enginn þó betri en Jón sem skilaði 18 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leikjunum fjórum.

 

Besti leikur einvígis: Jón átti sigurkörfuna í þriðja leik liðanna, en í heildina skoraði hann 31 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í þeim leik þar sem að fjögur af sex þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.

 

Jón eftir þriðja leikinn: