Lykilleikmaður oddaleiks KR og Grindavíkur var fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson. Á aðeins 25 mínútum spiluðum í leiknum skoraði Brynjar 23 stig, tók 9 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum. Má segja að Brynjar hafi komið með alla þá stemmingu sem að liðið þurfti með sér inn í þennan leik. Setti 5 þriggja stiga skot niður á þeim kafla í leiknum sem að KR liðið var að slíta sig frá gestunum. Þó kappinn hafi oft verið frábær í gegnum tíðina, er ljóst að þessi frammistaða hans, á stærsta sviðinu, gerir alveg tilkall til þess að vera álitin ein sú besta. 

 

Hérna er meira um leikinn