Lykilleikmaður undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Skallagríms í Dominos deild kvenna var valinn Ariana Moorer leikmaður Keflavíkur. Keflavík tryggði sér í úrslitaeinvígið með sigri í oddaleik liðanna síðasta fimmtudagskvöld. Ariana átti einn slakan leik í einvíginu og var það fyrsti leikurinn í Keflavík þar sem hún hitti mjög illa. Fyrir vikið tapaði Keflavík þeim leik sem sýnir hversu mikilvæg hún er fyrir liðið. Ariana stjórnaði sóknarleik liðsins og tókst að taka liðið á sínar herðar þegar það þurfti stig á töfluna. 

 

Keflavíkurliðið sem hefur komið virkilega á óvart á tímabilinu á í raun og veru skilið að vera allt valið lykilmenn þar sem liðið spilar mikinn liðsbolta þar sem varnarleikurinn ber af. Moorer endaði með 

17,8 stig, 11,2 fráköst, 7,6 stoðsendingar, 3 stolnir boltar og 9 fiskaðar villur í einvíginu. Auk þess fór hún 49 sinnum á vítalínuna og hitti úr 82% þeirra sem reyndist mikilvægt í jöfnum leikjum einvígisins. 

 

Besti leikur einvígisins: Ariana Moorer var með mjög sterka þrefalda tvennu í leik tvö í einvíginu. Hún var með 16 stig, 18 fráköst og 11 stoðsendingar í útisigri Keflavíkur sem kom þeim aftur í einvígið og reyndist byrjunin á því að Keflavík sigraði einvígið.