Lykilleikmaður fyrsta leiks úrslitaeinvígis Keflavíkur og Snæfells var leikmaður Keflavíkur, Ariana Moorer. Á tæpum 39 mínútum spiluðum í sigri liðsins skilaði Ariana þrefaldri tvennu. Skoraði 20 stig, tók 15 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 6 boltum. Einnig reyndist hún þeim gífurlega mikilvæg undir lok leiksins, þar sem hún meðal annars ísaði leikinn fyrir Keflavík með laglegu þriggja stiga skoti þegar að um 10 sekúndur voru eftir.

 

Hérna er meira um leikinn