Lokaumferð deildarkeppninnar í Euroleague hefst í kvöld en þá fara fram fjórir leikir. Línur eru þegar teknar að skýrast með 8-liða úrslit keppninnar en ljóst er að Real Madrid er orðið deildarmeistari og mætir því liði sem hafnar í 8. sæti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Leikir kvöldsins:
Fenerbache-Barcelona
Brose Bamberg – Galatasary
Maccabi Tel Aviv – Panathinaikos
Baskonia Vitoria Gasteiz – Zalgiris Kaunas
Á morgun lýkur svo 30. umferðinni með eftirfarandi leikjum:
CSKA Moskva-Olympiacos
Darussafaka Istanbul-Crvena Belgrade
EA7 Milan-Unics Kazan
Real Madrid-Efes Istanbul
Eins og staðan er í dag er ljóst að úrslitakeppnin inniheldur Real Madrid, Olympiacos og CSKA Moskvu en önnur lið eiga eftir að raða sér í sæti. Sjö lið eru komin í úrslitakeppnina og baráttan er um áttunda og síðasta sætið. Ásamt þremur áðurgreindum liðum eru Panathinaikos, Baskonia Gasteiz, Efes Istanbul og Fenerbache komin áfram en Crvena Belgrade og Darrussafaka Istanbul berjast um áttunda sætið en þessi lið mætast einmitt annað kvöld í leik sem ræður örlögum þeirra beggja.
Svona lítur úrslitakeppnin út í dag:
Real Madrid vs 8. sæti
Lið í 4. sæti vs lið í 5. sæti
Olympiacos vs 6. sæti
CSKA Moskva vs 7. sæti