Logi Gunnarsson landsliðsmaður hefur framlengt samningi sínum við Njarðvíkinga en kappinn átti eitt ár eftir af núverandi samningi sínum.  Logi kemur til með að spila með þeim Njarðvíkingum næstu tvö tímabil en núverandi samningi var framlengt um eitt ár til viðbótar.  Logi sem er 36 ára og uppalinn Njarðvíkingur skoraði 20 stig á leik og sendi 3.5 stoðsendingar á síðasta tímabili sem reyndar var það fyrsta í fjöldamörg ár sem Njarðvíkingar komust ekki í úrslitakeppni.