Snæfell tekur á móti Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitum Dominos deildar kvenna. Liðin voru jöfn að stigum í lok deildarkeppninnar, en sökum innbyrðisviðureigna, þá var það Snæfell sem hampaði deildarmeistaratitlinum. Í þessum innbyrðisviðureignum sigraði Snæfell þrjá af fjórum leikjum sínum gegn Keflavík. Tapaði aðeins þeim seinasta, sem var í síðustu umferðinni, eftir að sætaskipan liðanna hafði ráðist. Töp Keflavíkur voru þó öll naum, 4 stig í þeim fyrsta, 7 í öðrum og svo 5 stig í þeim þriðja. Svo að gera má ráð fyrir að þessir leikir verði jafnir og spennandi.

 

Þá tekur KR á móti Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. KR Íslands, bikar og deildarmeistarar síðustu ára, enduðu í efsta sæti deildarinnar á meðan að Grindavík endaði í því fjórða. Leikir á milli liðanna í vetur verið ólíkir. KR vann þá báða, þann fyrri með 25 stigum en þann seinni með aðeins 4. Margir gert því í skóna að KR muni fara nokkuð auðveldlega í gegnum þessi úrslit, en þeir sem halda það eru líklegast þeir sömu og vanmátu Grindavík fyrir undanúrslitaviðureign liðsins gegn Stjörnunni. Sem þeir fóru auðveldlega, 3-0, í gegnum.

 

Leikur dagsins

 

Úrslit Dominos deildar karla:

KR Grindavík – kl. 18:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Fyrsti leikur í einvígi

 

Úrslit Dominos deildar kvenna:

Snæfell Keflavík – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Fyrsti leikur í einvígi