Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Gunnar á að baki sex íslandsmeistaratitla með Keflavík og hefur leikið í fjölmörg ár með félaginu. Hann lagði skónna á hilluna fyrst eftir tímabili 2010-2011 en hefur tvisvar tekið þá aftur af hillunni. Nú síðast á þessu tímabili og lék til að mynda nokkrar mínútur í síðasta leik tímabilsins gegn KR í síðustu viku. 

 

Einnig hefur hann verið styktarþjálfari landsliðsins auk þess sem hann lék 32 landsleiki sjálfur á ferlinum. Eiginkona og börn Gunnars létu útbúa afmælismyndband fyrir Gunnar af körfuboltaferli hans. Þar segja hans helstu liðsfélagar og andstæðingar frá honum og gömul myndbrot koma fram. 

 

Karfan.is sendir Gunnari afmæliskveðjur á þessu stórafmæli og birtir myndbandið góða hér að neðan að því tilefni.