Leikmenn Indiana Pacers mæta Cleveland Cavaliers í öðrum leik liðanna í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar kl. 11:00 á íslenskum tíma. Fyrsta leik einvígisins unnu meistarar Cavaliers síðastliðinn laugardag og leiða því í einvíginu 1-0. Serían er þannig að fyrstu tveir leikirnir eru spilðir í Cleveland áður en liðin færa sig til Indiana. Pacers menn því þurft að hafast við í Cleveland frá síðasta laugardegi.
Síðan á sunnudag hafa þeir þurft að hafast við á hótelinu sínu, lokaðir inni vegna Facebook morðingjans Steve Stephens. Sem sýndi frá morði í beinni útsendingu í borginni á Facebook og lofaði fleiri slíkum. Lögreglan á svæðinu er því komin á fullt í að leita af honum, en enn hefur hann ekki verið fundinn. Leitað er í Cleveland og nálægum svæðum í Ohio fylki.
Samkvæmt þjálfara liðsins, Nate MacMillan, voru nokkrir leikmanna liðsins og fjölskyldur þeirra á ferðinni þegar að fréttir af voðaverkunum bárust. Öryggisverðir liðsins hafi þó verið fljótir að ná til þeirra og að öllum hafi verið komið aftur á hótelið.