Þegar úrslitakeppnin í NBA deildinni er kominn af stað eru nokkur hluti leikmanna kominn í sumarfrí og að gera upp hug sinn varðandi sumarið. Einhverjir hafa hug á að skipta um lið, aðrir samningslausir á meðan enn aðrir undirbúa sig til þess að mæta íslenska landsliðinu á Eurobasket. 

 

Evan Fournier leikmaður Orlando Magic er einn af þeim en hann tilkynnti í viðtali við L'Equipe að hann væri tilbúinn að leika með franska landsliðinu á komandi evrópumóti. Evan (Ekki google hann) Fournier er með yfir 17 stig að meðaltali fyrir Orlando á tímabilinu og er einn af skæru punktunum í annars döpru liði. Hann missti af undankeppni Ólympíuleikanna fyrir ári síðan og var svo ekki valin í hóp fyrir leikana sjálfa sem skapaði nokkra dramatík. 

 

Hann hefur hinsvegar snúið baki við því og ætlar að einbeita sér að franska landsliðinu í sumar. Ljóst er að nokkur skörð eru hoggin í liðið þar sem Tony Parker, Florent Pietrus og Mickel Gelabale eru allir hættir að leika með því. Auk þess sem Nikulas Batum leikmaður Charlotte Hornets gaf það út fyrr stuttu að hann gæfi ekki kost á sér. 

 

Nánara viðtal við Fournier má finna á síðu Eurobasket. 

 

 

Re. #Eurobasket2017 _x1f1eb__x1f1f7__x1f1eb__x1f1f7__x1f1eb__x1f1f7_

A post shared by More Champagne_x1f378_ (@evanfournier10) on