Einn leikur fer fram í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld þegar Keflavík tekur á móti KR í öðrum undanúrslitaleik liðanna. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir KR eftir öruggan sigur í fyrsta leik í DHL-Höllinni.

KR vann fyrsta leikinn 90-71 en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast áfram í úrslit. Sigur er Keflvíkingum afar mikilvægur í kvöld enda ekki heiglum hent að fara 2-0 undir í DHL-Höllina. Leikurinn hefst kl. 19:15 í TM-Höllinni í Keflavík en dómarar kvöldsins eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Garðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Eftirlitsmaður verður Björgvin Rúnarsson.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þá er einn leikur í unglingaflokki kvenna þegar Breiðablik/Snæfell tekur á móti Fjölni kl. 19:30 í Smáranum og Haukar fá Breiðablik í heimsókn kl. 19:45 í Schenkerhöllina í Hafnarfirði.