Snæfell og Keflavík mætast í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki vinnur titilinn. Fyrsti leikur liðanna er komandi mánudag kl. 19:15 í Stykkishólmi, en þó liðin hafi verið með jafn mörg stig í efsta sæti deildarinnar að loknu tímabili, þá var það Snæfell sem hafði betri innbyrðisstöðu og því eru þær með heimaleikjaréttinn.

 

Leikdagar í úrslitum:

17.04 – kl. 19:15 Stykkishólmi – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

20.04 – kl. 19:15 Keflavík – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

23.04 – kl. 19:15 Stykkishólmi – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

26.04 – kl. 19:15 Keflavík – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport (ef þarf)

29.04 – kl. 17:00 Stykkishólmi – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport (ef þarf)