KR og Grindavík mætast í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki vinnur titilinn. Fyrsti leikur liðanna er komandi þriðjudag kl. 19:15 í Reykjavík. KR er með heimaleikjaréttinn í þessu einvígi, þar sem að þeir enduðu í efsta sæti deildarinnar á meðan að Grindavík var í því fjórða.

 

Leikdagar í úrslitum:

18.04 – kl. 19:15 Reykjavík – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

21.04 – kl. 19:15 Grindavík – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

24.04 – kl. 19:15 Reykjavík – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

27.04 – kl. 19:15 Grindavík – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport (ef þarf)

30.04 – kl. 19:15 Reykjavík – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport (ef þarf)