Keflavík tekur á móti KR í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í kvöld. Fyrir leikinn leiðir KR seríuna með tveimur sigrum gegn einum og er því að duga eða drepast fyrir Keflavík. Þessi staða er Keflvíkingum þó ekki með öllu ókunn, en árið 2011 var liðið í nákvæmlega sömu stöðu, þar sem KR hafði yfirhöndina í einvíginu, 2-1 og næsti leikur var í Keflavík. Í það skiptið náði Keflavík að knýja fram oddaleik með 104-103 sigri eftir framlengdan leik. KR sigraði svo oddaleikinn og fór í úrslitin þar sem þeir unnu Stjörnuna.

 

Einhverjir sömu leikmanna og léku til úrslita árið 2011 eru með í einvígi liðanna þetta árið. Hjá KR voru bæði Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinski í lykilhlutverkum, en hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson. Einnig mun einn sami dómari og dæmdi þennan fjórða leik 2011 dæma leikinn í kvöld, Sigmundur Már Herbertsson.

 

Tölfræði leiks – 04.04.11 / Keflavík 104 – 103 KR

 

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband sem Leikbrot gerði á sínum tíma frá leiknum.