Fyrir ári síðan var Emil Barja leikmaður Hauka að undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígi Dominos deildarinnar gegn KR en nú ári síðar er hann kominn í sumarfrí fyrr en hann sjálfur hefði viljað. Karfan.is fékk hann til að spá fyrir um einvígið sem framundan er en hann spáir að það ráðist í oddaleik en KR vinni sinn fjórða íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum:

 

Hvernig endar einvígið? 

Það fer 3-2 fyrir KR. 

 

Hverju má eiga von á?

Ef ég hefði þurft að spá í þetta einvígi fyrir úrslitakeppnina þá hefði ég spáð 3-0 fyrir KR. Grindavík eru búnir að vera virkilega góðir og koma mikið á óvart í úrslitakeppninni en ég held að KR-ingarnir séu of vel mannaðir í öllum stöðum og taki því titilinn í oddaleik. Þetta verða allt hörku leikir og ef Grindavík hittir eins og í leikjunum á móti Stjörnunni þá er allt hægt, KR vörnin er samt það sterk að opnu skotin hjá Grindavík verða mun færri núna heldur en í síðustu leikjum