Hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn fer fram í kvöld á milli KR og Grindavíkur í DHL höllinni. Þetta er fimmti leikur liðanna og hafa þau fyrir hann skipt á milli sín tveimur sigrum. KR vann fyrstu tvo leikina en Grindavík kom til baka og vann síðustu tvo. Grindavík getur þar með fullkomnað endurkomuna í kvöld en KR er á eftir sínum fjórða Íslandsmeistaratitli í röð. 

 

KR og Grindavík hafa tvisvar áður mæst í oddaleik í úrslitaeinvíginu og hefur KR haft sigur í bæði skiptin. Búist er við geggjaðri stemmningu og troð fullu húsi í DHL-höllinni í kvöld og einhverjar líkur á að færri komist að en vilji. Mikilvægt verður fyrir stuðningsmenn beggja liða að vera klárir á textunum fyrir kvöldið. Bæði lið eru svo heppin að eiga frábær stuðningsmannalög sem fá að fylgja hér að neðan til að komast í rétta gírinn. 

 

 

Eins og kom fram er búist við gríðarlegum fjölda en sjálfboðaliðar KR hafa keppst við að finna leiðir til að koma sem flestum í húsið fyrir leikinn. Miðasala hefst í húsinu kl 15:00 og hinir margfrægu KR-börgerar mæta á grillið kl 16:00. Hægt er að tryggja sér miða á www.kr.is/midasala. Fyrir þá sem vilja góð sæti/stæði er mikilvægt að mæta snemma og tryggja miða en skipulagið í húsinu má finna hér að neðan:

 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild karla.

 

KR – Grindavík kl 19:15 (Staðan í einvíginu 2-2) í beinni á Stöð 2 Sport.