Morgunblaðið birtir í dag í heild sinni bréf sem Körfuknattleikssamband Íslands sendi formönnum aðildarfélaga sinna þar sem segir að ummæli sem leikmenn og þjálfarar hafa latið falla að undanförnu í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum um dómgæslu séu að skaða ímynd íþróttarinnar. Mbl.is greinir frá.
Bréfið sem virðist áframsent á Morgunblaðið má sjá í heild sinni með því að smella hér á frétt mbl.is
Þar kemur m.a. fram:
Það virðist vera orðin lenska að þegar lið tapar leik þá er það alltaf dómurum leiksins að kenna og við það getum við sem förum fyrir körfuknattleikshreyfingunni ekki unað lengur.
Þolinmæði KKÍ er s.s. á þrotum gagnvart háttalagi þjálfara og leikmanna sem nú spila í úrslitakeppninni og hafa verið að tjá sig um dómgæslu í leikjunum undanfarið í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum.