Morgunblaðið birtir í dag í heild sinni bréf sem Körfuknattleikssamband Íslands sendi formönnum aðildarfélaga sinna þar sem segir að ummæli sem leikmenn og þjálfarar hafa latið falla að undanförnu í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum um dómgæslu séu að skaða ímynd íþróttarinnar. Mbl.is greinir frá.

Bréfið sem virðist áframsent á Morgunblaðið má sjá í heild sinni með því að smella hér á frétt mbl.is

Þar kemur m.a. fram:

Það virðist vera orðin lenska að þegar lið tap­ar leik þá er það alltaf dómur­um leiks­ins að kenna og við það get­um við sem för­um fyr­ir körfuknatt­leiks­hreyf­ing­unni ekki unað leng­ur.

Þolinmæði KKÍ er s.s. á þrotum gagnvart háttalagi þjálfara og leikmanna sem nú spila í úrslitakeppninni og hafa verið að tjá sig um dómgæslu í leikjunum undanfarið í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum.