Keflavík er komið í úrslit Dominos deildar kvenna eftir sigur á Skallagrím í oddaleik. Í úrslitunum mun Keflavík leika við meistara síðustu þriggja ára í Snæfelli. Liðin tvö voru jöfn að stigum eftir deildaarkeppni þessa árs, en sökum innbyrðisviðureigna, var það Snæfell sem að hampaði deildarmeistaratitlinum.

 

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Undanúrslit Dominos deild kvenna:

Keflavík 80 – 64 Skallagrímur

Keflavík sigraði einvígið 3-2