Keflavík tekur á móti Snæfell í öðrum leik úrsliteinvígis liðanna í TM Höllinni kl. 19:15 í kvöld. Keflavík sigraði fyrsta leik fyrr í vikunni eftir æsispennandi leik, 69-75 og leiðir því einvígið 1-0. Nokkuð áhugavert er að skoða hversu jöfn þessi lið hafa verið í vetur. Eftir deildarkeppnina voru liðin jöfn að stigum, en sökum innbyrðisviðureigna, 3-1, var það Snæfell sem stóð uppi sem deildarmeistari. Þessir leikir þeirra á tímabilinu voru þó ekki fyrir hjartveika og var því alveg eins hægt að búast við því að þessi úrslitasería liðanna yrði æsispennandi.

 

Séu teknir saman allir 5 leikir liðanna í vetur, hafa þar verið spilaðar 205 mínútur af körfubolta. Í leikjunum hafa verið skoruð 673 stig, en skipting liðanna á þessum stigum er ansi jöfn, Keflavík 338 stig á móti 335 stigum skoruðum hjá Snæfell. Það þýðir að munurinn á liðunum að meðaltali í leik sé innan við stig, eða 0,6 stig. Snæfell er að skora 67 stig að meðaltali í leikjum gegn Keflavík, en Keflavík skorar 67.6 stig gegn Snæfelli.

 

Leikir liðanna í vetur:

02.11.16. Snæfell 72 – 68 Keflvík

07.01.17. Keflavík 66 – 73 Snæfell (eftir framlengingu)

15.02.17. Keflvík 57 – 62 Snæfell

21.03.17. Snæfell 59 – 72 Keflavík

18.04.17. Snæfell 69 – 75 Keflavík (fyrsti leikur úrslita)

 

Hérna er tölfræði viðureigna liðnna í vetur