KR hampaði Íslandsmeistaratitlinum í fjórða skiptið í röð eftir sigur í oddaleik gegn Grindavík. Uppselt var á leikinn 35 fyrir hann og gríðarleg stemmning og hiti í DHL-höllinni. KR fór ansi langt með sigurinn í fyrri hálfleik og má segja að leikurinn hafi aldrei verið jafn. 

 

Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir leikinn af KKÍ. KR vann öruggan 95-56 sigur á Grindavík og var Jón með 8 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum auk þess sem varnarvinna hans líkt og alls liðsins var til fyrirmyndar. 

 

Í úrslitakeppninni lék Jón Arnór 12 leiki og var með 17,1 stig, 5,9 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. KR lyfti þar fjórða íslandsmeistaratitlinum í röð en þetta var annar titill Jóns en hann varð Íslandsmeistari árið 2009 eftir sigur í oddaleik gegn einmitt Grindvík.