Jóhanna Björk Sveinsdóttir leikmaður Skallagríms mætir Keflavík í leik tvö í undanúrslitum Dominos deildar kvenna í kvöld. Hún hitaði upp í bílferðinni til Borgarness með Tinu Turner og slagaranum "Simply the Best" líkt og sjá má á myndbandi sem hún deildi á Instagram í dag.

 

Með því peppar hún sig í leikinn sem hefst kl 19:15 í Fjósinu og staðan 1-0 fyrir Borgnesingum. Hvort Jóhanna verði "Simply the best" í kvöld mun koma í ljós en Karfan.is er á staðnum og mun flytja fréttir og viðtöl af leiknum eftir að honum lýkur. 

 

 

GAMEDAY 😉 sjáumst í fjósinu kl 19.15 #skallagrímur #áfram

A post shared by Jóhanna Björk Sveinsdóttir (@johannabs6) on