Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls sigruðu Atlanta Hawks og klifruðu duglega upp töfluna að launum. Eru nú í 7. sæti austurstrandarinnar. Leikurinn var æsispennandi í lokin, þar sem að Jimmy Butler skoraði 9 síðustu stig Bulls. Leikmaður Atlanta Hawks, Tim Hardaway, fékk tækifæri til þess að vinna leikinn fyrir sína menn þegar að klukkan var að renna út, en brást bogalistin.

 

 

 

Í vesturströndinni unnu Portland Trail Blazers lið Phoenix Suns. Leikurinn sjötti sigurleikur Trail Blazers í röð, sem er nálægt því að tryggja sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni, eru 2.5 leikjum fyrir ofan Denver Nuggets í níunda sætinu og 5 leikjum fyrir ofan New Orleans Pelicans í því tíunda þegar aðeins sex leikir eru eftir af tímabilinu.

 

 

 

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar:

Los Angeles Lakers 104 – 115 Los Angeles Clippers

Atlanta Hawks 104 – 106 Chicago Bulls

Orlando Magic 111 – 121 Brooklyn Nets

Sacramento Kings 123 – 117 Minnesota Timberwolves

Phoenix Suns 117 – 130 Portland Trail Blazers