Þjálfari Boston Celtics, Brad Stevens, hefur staðfest það við fjölmiðla að stjörnuleikmaður liðsins, Isaiah Thomas, verði með liðinu í þriðja leik liðsins í einvíginu gegn Chicago Bulls. Thomas, sem missti systur sína daginn fyrir fyrsta leik úrslitakeppninnar er sagður muni ferðast til Seaattle í dag, til þess að geta verið viðstaddur jarðaför systur sinnar, en verði kominn til baka fyrir leik 3 í einvíginu sem er á föstudaginn í Chicago. 

 

Celtics og Thomas sendu frá sér þessa yfirlýsingu í dag:

 

Celtics komnir í frekar erfiða stöðu í seríunni, þar sem þeir töpuðu báðum fyrstu heimaleikjum sínum og eru því undir, 2-0. Aldrei áður í sögu NBA deildarinnar hefur lið sem að kemur inn í úrslitakeppnina úr 8. sætinu komist í 2-0 stöðu í sjö leikja seríu líkt og Bulls eru komnir í núna. Einusinni áður hefur það gerst að lið í 8. sætinu hafi komist í 2-0, en það var lið Los Angeles Lakers gegn Phoenix Suns í fimm leikja seríu árið 1993. Það ár kom Phoenix til baka og fór síðan alla leið í úrslitin, en í úrslitunum töpuðu þeir einmitt fyrir Chicago Bulls.