Lokahóf körfuknattleiksdeildar Breiðabliks fór fram síðasta vetrardag, þann 19. apríl, og var eitt hið fjölmennasta í áraraðir. Þar komu saman leikmenn meistaraflokka, þjálfarar, stjórn og stuðningsfólk. Meistaraflokkarnir sýndu frábær myndbönd þar sem tímabilið var gert upp með góðu gríni. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum voru neðangreindum leikmönnum veittar viðurkenningar.
Mestu framfarir í meistaraflokki karla: Ragnar Jósef Ragnarsson
Efnilegasti leikmaðurinn í meistaraflokki karla: Sveinbjörn Jóhannesson
Besti varnarmaðurinn í meistaraflokki karla: Birkir Víðisson
Mikilvægasti leikmaðurinn í meistaraflokki karla: Snorri Vignisson
Mestu framfarir í meistaraflokki kvenna: Eyrún Ósk Alfreðsdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn í meistaraflokki kvenna: Isabella Ósk Sigurðardóttir
Besti varnarmaðurinn í meistaraflokki kvenna: Telma Lind Ásgeirsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn í meistaraflokki kvenna: Sóllilja Bjarnadóttir
Lið ársins var að þessu sinni:
Bakverðir: Sóllilja Bjarnadóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir
Framherjar: Snorri Vignisson og Isabella Ósk Sigurðardóttir
Miðherji: Egill Vignisson
Sjötti maður: Leifur Steinn Árnason
Leikmaður ársins var Isabella Ósk Sigurðardóttir.
Þá veitti stjórn deildarinnar þremur góðum félögum bronsmerki Breiðabliks, þeim Guðna Hafsteinssyni, Hildi Björgu Aradóttur og Árna Þór Jónssyni.
Á mynd frá vinstri: Lárus Jónsson (þjálfari meistaraflokks karla), Andri Þór Kristinsson (aðstoðarþjálfari meistaraflokka), Hildur Sigurðardóttir (þjálfari meistaraflokks kvenna), Sóllilja Bjarnadóttir, Eyrún Þóra Alfreðsdóttir, Telma Lind Ásgeirsdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir, Ragnar Jósef Ragnarsson, Egill Vignisson, Sveinbjörn Jóhannesson, Birkir Víðisson, Leifur Steinn Árnason og Snorri Vignisson.