Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Nokkur spenna var í leikjum næturinnar þar sem að þrír leikjar unnust með aðeins einu stigi. Í Atlanta unnu heimamenn í Hawks niður 24 stiga forystu gegn Cleveland Cavaliers í fjórða leikhlutanum og tryggðu sér framlengingu sem þeir sigruðu. Var það bakvörðurinn Tim Hardaway sem ísaði leikinn fyrir þá með tveimur vítaskotum þegar að 3.6 sekúndur voru eftir af leiknum.
Í Los Angeles sigraði Lakers lið Minnesota Timberwolves með glæsilegri sigurkörfu frá D´angelo Russell. Sigurganga Lakers liðsins komin í fjóra leiki í röð, en aðeins Los Angeles Clippers (5 leikir í röð) og Golden State Warriors (14 leikir í röð) eru að enda tímabilið sterkar en þeir.
Svakalegasta sigurkarfan kom þó líklegast frá leikmanni Oklahoma City Thunder, Russell Westbrook. Ekki bara braut hann 55 ára gamalt þrennumet Oscar Robertson, með þrennu númer 42 í leiknum, heldur gerði hann einnig út um úrslitakeppnisvonir Nuggets manna með þessari svakalegu sigurkörfu.
Westbrook kvittar undir snemmbúið sumarfrí Denver Nuggets:
Hér má sjá sigurkörfu D´angelo Russell fyrir Lakers:
Hér má sjá ótrúlega endurkomu og sigur Hawks á Cavaliers:
Toronto Raptors 110 – 97 New York Knicks
Cleveland Cavaliers 125 – 126 Atlanta Hawks
Oklahoma City Thunder 106 – 105 Denver Nuggets
Dallas Mavericks 111 – 124 Phoenix Suns
Houston Rockets 135 – 128 Sacramento Kings
Detroit Pistons 103 – 90 Memphis Grizzlies
Minnesota Timberwolves 109 – 110 Los Angeles Lakers