Í þættinum er farið yfir deildarkeppni NBA deildarinnar sem lauk nú í vikunni. Með úrslitakeppnina handan við hornið er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þá spádóma sem gerðir voru fyrir veturinn, sem sumir stóðust, en aðrir ekki. 

 

Farið er yfir árangur allra liðanna með hliðsjón af Westgate spádómnum, sem og að sjálfsögðu stæra þáttarstjórnendur sig af þeim hlutum sem að þeir höfðu rétta. 

 

Í lok þáttarins eru svo veitt verðlaun fyrir verðmætasta leikmann deildarinnar, nýliða ársins, besta sjötta manninn, mestu framfarir og þjálfara ársins.

 

Einnig viljum við minna spávissa á NBA úrslitakeppni áskorunina sem lokar annað kvöld, en hana er að finna hér.

 

Umsjón: Davíð Eldur, Ólafur Þór og Sigurður Orri

 

Efnisyfirlit:

Vesturströndin – 01:10

Austurströndin – 38:30

Verðlaunaafhending – 1:04:40