Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur tekið ákvörðun um að þjálfari liðsins, Hrafn Kristjánsson, verði áfram með liðið á næsta tímabili. Eftir að þeim var sópað út úr undanúrslitunum af Grindavík nú fyrr í mánuðunum fóru margir að velta fyrir sér stöðu Hrafns sem þjálfara liðsins, sem þó átti ár eftir af samningi sínum við Garðabæjarfélagið. Samkvæmt stjórn félagsins á þeim tímapunkti var hún einnig að vega og meta stöðuna, en hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að best sé að standa með þjálfaranum.

 

Tímabil Stjörnunnar, þrátt fyrir tap í undanúrslitum, ekki alslæmt. Þar sem að þeir enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar, aðeins 2 stigum fyrir aftan deildarmeistara KR.